O.J. Simpson tjáir sig um faðerni dóttur Önnu Nicole

O.J. Simpson kveðst hafa þekkt Önnu Nicole Smith vel.
O.J. Simpson kveðst hafa þekkt Önnu Nicole Smith vel. AP

Bandaríski leikarinn og fyrrum fótboltastjarnan O.J. Simpson, hefur nýtt sér dauða Önnu Nicole Smith og deilurnar um faðerni ungar dóttur hennar til að gera lítið úr manni sem sakar hann um að hafa myrt son sinn Ron Goldman. „Ég vona að það verði ekki gert faðernispróf. Komist þeir að því að ég eigi Dannielynn vil ég ekki að Fred Goldman reyni að hlaupast á brott með peningana eða jafnvel barnið sjálft,” hefur kvikmyndagerðarmaðurinn Norm Pardo eftir Simpson.

Simpson, sem er einna þekktastur fyrir að hafa verið sýknaður af ákæru um að hafa myrt Goldman og fyrrum eiginkonu sína árið 1994, lék ásamt Smith í kvikmyndinni Naked Gun 331/3: The Final Insult sama ár.

„Hann sagðist hafa þekkt Önnu Nicole mjög vel og að hann hefði mjög seinvirkandi erfðaefni þannig að hann gæti hugsanlega verið faðir barnsins,” segir Pardo í samtali við New York Post en Pardo gerði heimildarmynd um Simpson á árunum 2000 til 2005.

Simpson var sýknaður af ákæru um að hafa myrt Goldman og fyrrum eiginkonu sína í opinberu sakamáli en sakfelldur í einkamáli sem fjölskyldur hinna myrtu höfðuðu gegn honum. Fred Goldman hefur síðan barist fyrir því að fá greiddar þær skaðabætur sem Simpson var dæmdur til að greiða fjölskyldunum.

Fyrir stuttu féll útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum frá því að gefa út bók Simpsons um það hvernig hann hefði framið morðin hefði hann gert það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir