Seldist upp á alla tónleika The Police í Bretlandi á klukkustund

Sting sést hér munda bassann á tónleikum The Police á …
Sting sést hér munda bassann á tónleikum The Police á skemmtistaðnum Whiskey í Vestur-Hollywood þann 12. febrúar sl. Reuters

Allir miðar á tónleikaröð hljómsveitarinnar The Police í Bretlandi seldust upp samdægurs og miðasala hófst, alls seldust um 120.000 miðar og seldust þeir síðustu um klukkutíma eftir að miðasala hófst. Sagt er frá þessu á vef tónlistartímaritsins NME.

Hljómsveitin kom fram á Grammy-verðlaunahátíðinni í janúar sl. en hafði þá ekki komið fram opinberlega síðan árið 1984 þegar hljómleikaferð þeirra til kynningar plötunni Synchronicity lauk.

Sveitin heldur fjóra tónleika í Bretlandi á ferð sinni en heldur einnig tónleika m.a. í Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson