Eiki trónir sem fyrr á toppnum

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Það er lítið um sviptingar á Lagalistanum þessa 13. viku ársins – nánast hægt að ljósrita listann frá vikunni áður. Sömu fimm lögin skipa sér í sömu fimm efstu sætin og aðeins einn nýliði laumar sér inn. Það er lagið í 15. sæti, „Þú veist í hjarta þér" með reggítöffurunum í Hjálmum sem héldu einmitt endurkomutónleika í síðasta mánuði sunnan og norðan heiða.

Eiríkur rauði virðist vera búinn að koma sér makindalega fyrir í toppsætinu með Evróvisjónframlag Íslendinga í ár í farteskinu, „Ég les í lófa þínum". Er þetta fimmta vikan í röð sem lagið trónir á toppnum og verður spennandi að sjá hvort það sitji þar jafnvel sem fastast fram yfir Evróvisjón.

Það kemur heldur ekki á óvart að Mika heldur öðru sætinu. Landinn virðist ekki fá leið á lagi hans „Grace Kelly" enda frábært lag á ferðinni sem kemur öllum í gott skap. Söngvakeppnislögin „Ég og heilinn minn" og "Eldur" halda svo sínum hlut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson