Clooney greiddi 1.300 krónur fyrir glas af límonaði

George Clooney.
George Clooney. Reuters

Nokkrir krakkar í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fengu óvænta heimsókn er þeir settu upp límonaðisöluborð skammt frá tökustað nýrrar kvikmyndar George Clooney á fimmtudaginn. Krakkarnir ætluðu að selja glasið á 25 sent, eða tæpar sautján krónur, en Clooney greiddi þeim 20 dollara, rúmar 1.300 krónur, og gaf þeim afganginn.

Clooney stillti sér upp til myndatöku með móður krakkanna, Courtney, og vinum hennar, og gaf hún honum límonaðiglas fyrir. En hann vildi fá að borga glasið og sendi skömmu síðar mann með 20 dollaraseðil til límonaðisölukrakkanna, með þeim skilaboðum að þau mættu eiga afganginn.

Krakkarnir voru fljótir að nýta sér þetta og settu upp skilti sem á stóð: George Clooney kom hingað!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson