Volta staðfestir stöðu Bjarkar sem eins áhugaverðasta tónlistamannsins

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Skoska blaðið Scotsman segir að Volta, ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, staðfesti að Björk sé einn áhugaverðasti og áræðnasti kventónlistarmaðurinn frá því Kate Bush var upp á sitt besta. Björk eigi sér engan jafningja í popptónlist um þessar mundir og hugsanlega sé breski tónlistamaðurinn Damon Albarn sá eini, sem hafi lagt sig jafn mikið fram við að tryggja, að hann endurtaki sig ekki.

Blaðið segir, að Volta sé, jafnvel á mælikvarða Bjarkar, hugsanlega róttækasta sköpunarverk hennar til þessa. Platan sé full af þverstæðum líkt og allt sem Björk geri. Þetta sé poppplata með freyðandi danstöktum Timbalands og söngrödd Antony Hegarty en hún sé einnig djörf tilraunastarfsemi, sem minni meira á Stockhausen en Antony and the Johnsons. Besta dæmið um það sé frábær hljóðasinfónía skipslúðra í upphafi lagsins Wanterlust.

Volta kemur út 7. maí.

Umfjöllun Scotsman

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson