Vill koma Britney til bjargar

Feðginin Joe og Jessica Simpson.
Feðginin Joe og Jessica Simpson. AP

Joe Simpson, faðir og umboðsmaður leik- og söngkonunnar Jessicu Simpson, kveðst reiðubúinn að bjarga ferli Britneyjar Spears, og herma fregnir að um síðustu helgi hafi hann reynt að ná tali af henni til að telja hana á sitt band. Joe er fyrrverandi baptistaprestur og hefur skipulagt feril beggja dætra sinna, Jessicu og Ashlee.

Fréttaveitan BANG Showbiz hefur eftir New York Daily News að Jessica hafi ekkert á móti því að faðir hennar taki Britney undir sinn verndarvæng, og hafi Jessica meira að segja boðist til að hringja í Britneyju. Jessica líti ekki lengur svo á, að hún og Britney séu keppinautar.

Þær Jessica og Ashlee virðast himinlifandi yfir föður sínum. Þannig gaf Jessica honum splunkunýjan Ferrari nú fyrir skömmu sem þakklætisvott fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir hana, og Ashlee sagði í viðtali nýlega að pabbi sinn væri „yndislegur maður“.

Britney er aftur á móti ekki sérlega ánægð með sinn föður, James Spears, því að í síðustu viku hundskammaði hún hann opinberlega eftir að hann skrifaði fyrrverandi framkvæmdastjóra hennar, Larry Rudolph, og þakkaði honum fyrir að koma henni í meðferð og allt annað sem hann hefði gert fyrir hana. Baðst hann um leið afsökunar, fyrir hönd fjölskyldunnar, á þeim fúkyrðum sem Britney hefði látið falla um Rudolph.

Fréttafulltrúi Jessicu Simpson segir það rangt að Joe hafi reynt að ná tali af Britneyju í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson