Eiríkur Hauksson vinsæll meðal sjóræningja

Eiríkur Hauksson er eðlilega vinsæll hjá sjóræningjum
Eiríkur Hauksson er eðlilega vinsæll hjá sjóræningjum mbl.is/Eggert

Sjóræningjar svokallaðir sem herja á netið láta sér fátt óviðkomandi. Þeir dreifa ólöglega tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði svo nokkuð sé nefnt, en nú hefur verið opnuð vefsíða þar sem hægt er að sækja öll myndbönd þeirra sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni. Meðal þeirra sem standa að vefsíðunni Eurovisiontorrents eru aðstandendur The Pirate Bay, helstu bækistöð netsjóræningja í heiminum.

Á vefsíðunni er hægt að sækja og horfa á öll myndbönd allra flytjenda í keppninni, bæði þeirra sem taka þátt í undankeppninni og þeirra sem eiga víst sæti í aðalkeppninni á laugardag.

Þá eru keppendum gefnar einkunnir á vefsíðunni, en Eiríkur Hauksson má vel við una þrátt fyrir að myndbandi hans megi hala niður endurgjaldslaust á síðunni, því hann fær 3,41 stig af fimm mögulegum frá notendum Eurovisiontorrents og er fimmti vinsælasti keppandinn.

Svipað var uppi á teningnum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina síðustu en þá settu aðstandendur Pirate Bay upp vefsíðu þar sem hægt var að hala niður öllum myndum sem fengu tilnefningar til verðlaunanna, það uppátæki hlýtur þó að telja öllu alvarlegra en síðan sem tileinkuð er söngvakeppni evrópskra sjónvapsstöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson