Fjölskyldumáltíð veldur fjaðrafoki

Fjölskylduveisla er skrásett vörumerki.
Fjölskylduveisla er skrásett vörumerki. mbl.is/Árni Sæberg

Kentucky Fried Chicken skyndibitakeðjan hefur kært breskan sveitapöbb fyrir að bjóða gestum sínum upp á Fjölskylduveislu sem er skrásett vörumerki KFC á Bretlandi og víðar. Tan Hill Inn er hæsti pöbb yfir sjávarmáli á Bretlandi og á jóladag er hefð fyrir því að bjóða viðskiptavinum upp á kalkún eða hefðbundið roast beef með meðlæti og kalla þá máltíð Fjölskylduveislu.

Pöbbinn er að sögn afskektur, nærri Richmond í Norður York-skíri. KFC heldur því fram að fólk gæti ruglast á jólamáltíðinni og fötu af djúpsteiktum kjúklingi með frönskum.

„Við erum reyndar með kjúkling og franskar á matseðlinum en hann er ekki hjúpaður leynilegri kryddblöndu,” sagði Tracy Pearce, sem rekur pöbbinn, í samtali við Ananova fréttavefinn.

KFC talsmaður sagði að Fjölskylduveisla væri skráð vörumerki í Bretlandi og að KFC setti töluvert fjármagn í að auglýsa og vernda vörumerkin sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson