Át hund í mótmælaskyni

Breski listamaðurinn Mark McGowan lagði sér corgi smáhund til munns til að mótmæla meintu refadrápi bresku konungsfjölskyldunnar. Corgi hundar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu II Englandsdrottningar en McGowan setti upp borð á götu í London og snæddi kjötbollur lagaðar úr hundakjöti til að vekja athygli á fréttum af því að Filippus eiginmaður drottningar barði ref til bana á refaveiðum.

Yoko Ono var einnig viðstödd hundaátið sem fjölmiðlar fylgdust vandlega með og fékk sér einnig bita.

„Við erum þjóð sem elskar dýr, hvers vegna leyfum við fólki sem er hluti af ímynd okkar útávið að sýna dýrum svo litla virðingu,” sagði McGowan við fjölmiðla.

Buckinghamhöll gaf enga yfirlýsingu um málið og helstu dýraverndunarstamtök landsins sögðu að það væru ekkert sem benti til þess að prins Philip hefði banað refnum með þessum hætti.

Hundabollurnar sem McGowan snæddi voru blanda af eplum, lauk og kryddum og voru þær bornar fram með salati.

Að sögn McGowans hafði hundurinn sem hann snæddi nýlega drepist hjá hundaræktanda og hafði honum ekki verið slátrað fyrir mótmælin en hann vildi ekki segja hvert banamein hundsins hafði verið. McGowan fékk sér einungis einn og hálfan bita af hundinum.

Drottningin er sérlega hrifin af Corgi-hundum og fá þeir að valsa um höllina að vild jafnvel þegar formlegar móttökur standa yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson