Synir Díönu prinsessu vonsviknir út í Channel 4

Franskir lögreglumenn undirbúa að flytja bifreiðina á brott sem Díana …
Franskir lögreglumenn undirbúa að flytja bifreiðina á brott sem Díana prinsessa lést í í París árið 1997. AP

Synir Díönu prinsessu, Harry og Vilhjálmur Bretaprinsar, eru „gríðarlega vonsviknir“ að sjónvarpsstöðin Channel 4 hafi ekki orðið við bón þeirra að hætta við birtingu mynda af Díönu á slysstað í nýrri heimildamynd um móður þeirra. Í henni er fjallað um bílslysið í París sem varð til þess að Díana lést.

Harry og Vilhjálmur sárbændu forvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar um að leyfa minningunni um móður þeirra að hvíla í friði. Þá sögðu þeir að myndbirtingin væri „gróf vanvirðing við minningu móður þeirra“.

Forsvarsmenn Channel 4 hafa hinsvegar borið áhyggjur prinsanna saman við lögmætann áhuga almennings á málinu og tóku að lokum þá ákvörðun að birta myndirnar í heimildamyndinni „Diana: The Witnesses in the Tunnel“. Myndin verður sýnd í kvöld.

„Prinsarnir eru gríðarlega vonsviknir yfir ákvörðun Channel 4 að sýna þáttinn,“ sagði talsmaður prinsanna við Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson