Undir stjórn Domingo

Kristinn Sigmundsson.
Kristinn Sigmundsson.

Kristinn Sigmundsson óperusöngvari mun syngja undir stjórn Placido Domingo í Rómeó og Júlíu hjá Metropolitan-óperunni í New York í haust.

Kristinn hefur sungið með Domingo en aldrei unnið undir hans stjórn og segist að vonum vera spenntur yfir því.

Kristinn er í sumarfríi á Íslandi um þessar mundir en hann hefur nýlokið við að syngja í tveimur verkum hjá San Francisco-óperunni. Hann segir veturna yfirleitt vera mjög þétt skipulagða hjá sér og því njóti hann þess að vera heima í faðmi fjölskyldunnar á sumrin og ætli ekkert að koma fram fyrr en á sviði Metropolitan í haust.

Það er nóg að gera hjá Kristni og er hann þegar kominn með bókarnir fram til ársins 2010 sem hann segir vera mikið öryggi fyrir sig. Stærsta hlutverk hans á næstunni kveður hann vera að syngja Ochs barón í óperunni Rósariddaranum hjá Metropolitan árið 2009.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson