Sting og eiginkona hans dæmd til að greiða skaðabætur

Sting á tónleikum
Sting á tónleikum Reuters

Breski tónlistarmaðurinn Sting og eiginkona hans, Trudie Styler, hafa verið dæmd til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum, Jane Martin, skaðabætur eftir að mismunað henni vegna kynferðis.

Verða hjónin að greiða Martin 29.944 pund, 3,7 milljónir króna, í skaðabætur en hún ásakaði Styler fyrir að hafa rekið sig úr starfi er hún varð þunguð.

Sting og Styler hafa rétt á því að áfrýja dómnum og að sögn lögfræðings þeirra munu þau gera það.

Martin starfaði sem matreiðslumaður hjá Sting og Styler um átta ára skeið og fékk 28 þúsund pund í árslaun.

Þegar hún varð ófrísk árið 2005 byrjuðu vandræðin að sögn Martin. Var Styler mjög ósátt þegar Matin þurfti leyfi frá vinnu vegna veikinda á meðgöngu og endaði það með því að þau ráku Martin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir