Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust

Tom Cruise og Nicole Kidman áður en þau skildu árið …
Tom Cruise og Nicole Kidman áður en þau skildu árið 2001. AP

Hjónin fyrrverandi, Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði við kvikmyndatökur í Berlín í Þýskalandi í september samkvæmt þýska dagblaðinu Bild.

Cruise kom til Berlínar fyrr í þessum mánuði er tökur hófust á kvikmyndinni „Valkyrie", en styr hefur staðið um framleiðslu á myndinni sem er leikstýrt af Brian Singer. Myndin fjallar um nasistaforingjann Claus von Stauffenberg sem reyndi ásamt hópi herforingja að ráða Adolf Hitler af dögum árið 1944. Tökur standa yfir í Þýskalandi til loka október. Þjóðverjar hafa verið mótfallnir því að myndin væri tekin upp í Þýskalandi þar sem leikarinn Tom Cruise er af ýmsum lágt skrifaður í Þýskalandi, ekki síst vegna tengsla hans við Vísindakirkjuna.

Samkvæmt Bild mun Kidman koma til Berlínar í september til þess að vinna að gerð kvikmyndar sem byggir á bókinni „Der Vorleser", sem nefnist Lesarinn í íslenskri þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar, eftir þýska rithöfundinn Bernhard Schlink.

Kidman og Cruise skildu árið 2001. Á síðasta ári gengu þau bæði í hjónaband á ný. Hann kvæntist Katie Holmes og hún giftist Keith Urban.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson