„Ástarhandföngin" máð út

Franska tímaritið Paris Match fór höndum um mynd, sem tekin var af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, þar sem hann sést róa báti ber að ofan í fríi í Bandaríkjunum. Var smá bunga, sem sést á mitti forsetans, minnkuð, eins og fréttatímaritið L'Express sýndi fram á í dag með því að bera saman myndina og upprunalegu myndina sem Reutersfréttastofan tók.

L'Express hefur eftir talsmanni Paris Match í dag að bungan hafi verið óeðlilega áberandi vegna þess hvernig hann sat. Hafi verið reynt að leiðrétta lýsingu myndarinnar „og sú leiðrétting varð meira áberandi í prentuninni," sagði talsmaðurinn.

Á myndinni sést Sarkozy róa eintrjáningi ásamt syni sínum. L'Express segir að Paris Match hafi „fjarlægt, með töfrasprota, ástarhandföngin sem voru smávægilegur lýtir á vaxtarlagi Nicolas Sarkozys."

Ýmislegt gekk á í heimsókn Sarkozys til Bandaríkjanna þar sem hann átti m.a. óformlegan fund með George W. Bush, forseta. Sarkozy hundskammaði tvo bandaríska ljósmyndara, sem reyndu að taka myndir af honum á Winnipesaukeevatni í New Hampshire.

Þá neyddist franska forsetaembættið að upplýsa, eftir fyrirspurnir þarlendra fjölmiðla, að forsetinn hefði verið gestur tveggja auðugra fjölskyldna í Bandaríkjunum.

Nicolas Sarkozy ásamt Louis syni sínum á Winnipesaukeevatni. Þetta er …
Nicolas Sarkozy ásamt Louis syni sínum á Winnipesaukeevatni. Þetta er upprunalega myndin þar sem grillir í ástarhandföngin á forsetanum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson