O.J Simpson handtekinn

O.J. Simpson.
O.J. Simpson. AP

Fyrrum ruðningskappinn O.J. Simpson var handtekinn í Las Vegas í dag í tengslum við vopnað rán í spilavíti í síðustu viku. Simpson var handtekinn fljótlega eftir klukkan 11 að staðartíma, upp úr kl. 18:00 í kvöld að íslenskum tíma, að sögn talsmanns lögreglunnar í Las Vegas. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en blaðamannafundur verður haldinn síðar í kvöld.

Simpson var árið 1995 sýknaður af ákæru fyrir að hafa myrt Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína, og Ronald Goldman, vin hennar. Í einkamáli, sem fjölskyldur Nicole og Ronalds höfðuðu, var Simpson hins vegar talinn ábyrgur fyrir dauða þeirra og dæmdur til að greiða 16 milljónir dala í bætur. Hann hefur hins vegar aldrei greitt krónu af þeirri upphæð.

Umdeild bók, sem Simpson skrifaði og heitir „Ef ég gerði það", kom út í gær. Þar útlistar hann hvernig hann hefði farið að við að myrða eiginkonu sína og unnusta hennar, ef hann hefði gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. Sýndu þig verðugan að vera frjáls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav