Mikil umræða á blogginu eftir ummæli Francisco um drykkjuþol Íslendinga

Pablo Francisco
Pablo Francisco
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Ég hefði haldið að við Íslendingar værum að reyna að breyta þessu, að vera ekki þekkt fyrir drykkjuskap og lauslátar konur," sagði Moggabloggarinn Arna á bloggi sínu, um ummæli bandaríska grínistans Pablo Francisco í Blaðinu á þriðjudag. Francisco sagði í viðtali við Blaðið að hann væri heillaður af drykkjuvenjum Íslendinga: „Þið bara drekkið og drekkið og drekkið og farið svo beint í vinnuna."

Arna ritar á bloggið: „Hvað þá um helgar þegar unga fólkið okkar fer niður í miðbæ Reykjavíkur og drekkur sig dauðadrukkið? Það eru ekki ófá ár síðan það kom upp á yfirborðið að eitthvað þyrfti að gera í því."

Miklar umræður fóru af stað á bloggsvæði mbl.is á þriðjudag vegna ummæla Francisco. Flestir voru ósáttir við ummælin og könnuðust fæstir við að drekka áður en þeir mættu í vinnu.

„Ég hef nú ekki oft heyrt þetta, að Íslendingar séu með mikið drykkjuþol. Það kemur allavega ekki fram í rannsóknum okkar og við höfum kannað mikið hvaða álit menn hafa á Íslandi," segir Ársæll Harðarson, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu.

„Ég verð aldrei var við þetta. Íslendingar eru ekki álitnir fyllibyttur, síður en svo. Íslendingar eru álitnir duglegir og kraftmiklir. Það er víkingaeðli í þeim, en auðvitað fylgir því að menn taka á því þegar þeir skemmta sér."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson