Ólína fyrirgefur nema við MÍ að hafa sent sms í hennar nafni

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur sent vefnum Bæjarins besta svar við afsökunarbeiðni Gunnars Atla Gunnarssonar fyrir að hafa sent textaskilaboð í farsíma nemenda við skólann í hennar nafni.

Fyrr í morgun birti vefur Bæjarins besta opinbera afsökunarbeiðni til Ólínu Þorvarðardóttur frá nemanda við MÍ fyrir að hafa sent nemendum textaskeyti í farsíma undir hennar nafni í tengslum við óvissuferð nemenda, eins og greint var frá í fjölmiðlum.

Afsökunarbeiðnin er svohljóðandi. „Undirritaður vill koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til dr. Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi skólameistara á Ísafirði. Föstudaginn 19. september s.l. sendi undirritaður SMS skeyti til hóps nemanda í Menntaskólanum á Ísafirði og lét líta svo út sem það hafi verið sent úr símanúmeri Ólínu. Sá gjörningur var hörmuleg yfirsjón og verður ekki réttlættur á nokkurn hátt. Með vinsemd og virðingu. Gunnar Atli Gunnarsson.“

Í svarbréfi sem Bæjarins besta birtir frá Ólínu segir: „Kæri Gunnar Atli. Öllum verða á mistök í lífinu. Það er liður í því að þroskast og verða að heilsteyptri manneskju, enginn lærir að ganga án þess að hrasa. Það eru því ekki mistökin sjálf sem lýsa okkur best, heldur hitt, hvernig við bregðumst við þeim og bætum fyrir þau.

Nú, þegar þú hefur sagt af þér sem formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði og beðið mig opinberlega afsökunar, ert þú maður að meiri. Þú hefur gengist við gjörðum þínum eins og heiðarlegum manni sæmir og axlað ábyrgð. Því þykir mér vænt um, þó mér hafi sárnað við þig, að sjá hvernig þú tekur sjálfur á mistökum þínum. Ég fyrirgef þér þessa yfirsjón og óska þér alls velfarnaðar í lífinu. Með vinsemd og virðingu, Ólína Þorvarðardóttir,“ segir í bréfi Ólínu sem birt var á vef Bæjarins besta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir