Hægt að nálgast sólóplötur George Harrisons á netinu

George Harrison.
George Harrison. Reuters

Aðdáendur Bítilsins Georges Harrisons geta nú í fyrsta sinn halað niður sólóplötunum hans á netinu, en hann gaf alls út níu plötur á ferlinum. Þetta þýðir að nú er hægt að kaupa á netinu allar sólóplötur Bítlafjórmenningana þeirra Johns, Pauls, Georges og Ringos.

Ekkja Harrisons, Oliva Harrison, segir að þetta vera mjög spennandi. Talið er mögulegt að samkomulagið muni ryðja brautina fyrir því að hægt verði að nálgast Bítlaplöturnar á netinu, en ekkja Harrisons hefur sagt að hún vonist til þess að svo muni verða á næsta ári.

Hún segir að George hafi þegar verið byrjaður á stafrænni hljóðvinnslu á sólóplötunum sínum, en að honum hefði ekki órað fyrir hvernig stafræn tækni myndi breyta því hvernig fólk nálgist og hlusti á tónlist.

Fyrr á þessu ári voru 16 sólóplötur Johns Lennons gerðar aðgengilegar á iTunes auk verka Paul McCartney og Ringo Starr.

Niðurstaða langvinnra málaferla milli útgáfufyrirtækis Bítlanna (Apple Corps.) og tölvufyrirtækisins Apple Inc., sem á iTunes, er sögð hafa rutt brautina fyrir það hvernig málin hafa þróast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson