Dan hefur aldrei komið til Dalvíkur

„Ég hef það fyrir víst að Dan Bornstein, sem greinin vísar í, hefur aldrei komið til Íslands, hvað þá til Dalvíkur," segir Finnur Breki Þórarinsson í tölvupósti til 24 stunda. „Hvernig veit ég það? Ég spurði hann beint; við vinnum báðir hjá Google."

Frétt 24 stunda um Dan Bornstein vakti mikla athygli þegar hún birtist á miðvikudaginn í síðustu viku. Í fréttinni kom fram að Bornstein, sem starfar sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google, hefði tekið ástfóstri við Dalvík á ferðalagi sínu um Ísland og nefnt nýjan hugbúnað Google í höfuðið á bænum.

Finnur Breki segir að þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Dalvíkur, þá líki Dan vel við bæinn. „Hann játaði að hafa valið nafnið en ekki út af því að hann hafi ferðast til Íslands, heldur kíkti hann á landakort af Íslandi eftir að hafa lesið tímaritið McSweeney's og rak þá augun í Dalvík."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson