Súellen gabbaði aðdáendur sína

Spéfuglarnir í Súellen.
Spéfuglarnir í Súellen. mbl.is/Steinunn

„Þetta var alvöru hrekkur og ég var tekinn," sagði Guðmundur Rafnkell Gíslason, söngvari hljómsveitarinnar Súellenar, á bloggsíðu sinni í gær. Aðdáendur sveitarinnar ráku upp stór augu á mánudag þegar Guðmundur bloggaði um að félagar hans hefðu rekið hann úr hljómsveitinni.

Guðmundur sagðist hafa fengið SMS-skilaboð aðfaranótt sunnudags sem sögðu að hann væri ekki lengur í hljómsveitinni og að eftirmaður hans væri þegar fundinn. „Ég hefði nú þegið það að vera boðaður á fund, til að ræða málin. Mér finnst ég nú eiga það skilið eftir 25 ára farsælt starf," sagði Guðmundur á bloggsíðunni.

Nú hefur komið á daginn að það eru fleiri hrekkjalómar á Íslandi en Auðunn Blöndal og Vífill Atlason frá Akranesi. Guðmundur bloggaði um málið til að stríða félögum sínum með kvikindislegum brandaranum.Bjarni Halldór Kristjánsson, gítarleikari Súellenar, segir í samtali við 24 stundir að hrekkurinn hefði heppnast ótrúlega vel. „Gummi hefndi sín á mér með því að skrifa bloggið," segir Bjarni og hlær. „Hann fattaði strax að við vorum að hrekkja hann. Okkur óraði ekki fyrir að það yrði svona mikið fjaðrafok."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir