Hæfileikakeppni hunda

Þessi hundur var ekki með sviðsskrekk.
Þessi hundur var ekki með sviðsskrekk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hæfileikakeppni hunda fer nú fram í húsnæði B&L að Grjóthálsi í Reykjavík að sögn aðstandenda keppninnar taka um 70 hundar og eigendur þeirra þátt í fjörlegri keppni þar sem hundarnir sýna ýmsar kúnstir. Keppt er í ýmsum flokkum og velur dómnefnd til dæmis þann hund sem þykir líkastur eiganda sínum.

„Það er ekki verið að keppa í hreinræktun og ættbókarfærslum," sagði Andrés Björnsson kynningastjóri hjá B&L. Hann sagði að keppt væri í flokknum mesta krúttið og Hollywood hundinn það er að segja sá hundur valinn sem líklegastur þykir til að eiga frama í Hollywood.

Andrés áætlaði að um 400 manns væru viðstaddir þessa keppni og að margir væru með hundana sína með sér þó þeir tækju ekki þátt í keppninni og að það væru allir hundar ákaflega stilltir og prúðir.

Keppnin er liður í auglýsingaátaki B&L sem kynnir nýjan Hyundai bíl þar sem hundar leika í öllum auglýsingum og höfðað er til hundaeigenda sem og annarra neytenda.

Dómarar í keppninni eru Brynja Tomer, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson