Carla Bruni sögð barnshafandi

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni.
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni. Reuters

Þau Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, og unnusta hans, söngkonan Carna Bruni, eru ekkert af tvínóna við hlutina ef marka má sumar fréttir sem berast frá Frakklandi. Þar er nú fullyrt að Bruni sé barnshafandi, tveimur mánuðum eftir að hún hitti forsetann fyrst í samkvæmi. 

Fréttirnar munu raunar eiga uppruna sinn í bloggheimum en talsvert var bloggað um þetta í Frakklandi fyrir helgina. Franskur netblaðamaður, Allain Jules, segist  hafa fengið þetta staðfest hjá heimildarmönnum á American Hospital þar sem Bruni hafi komið í skoðun.

Ýmsir fjölmiðlar, þar á meðal blaðið Daily Mail, hafa vísað til franska fréttavefjarins 20minutes.fr um þessar fréttir. Franska netsíðan birti sérstaka yfirlýsingu í morgun þar sem hún sagðist aldrei hafa lýst því yfir að fréttir um óléttu Bruni væru staðfestar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson