Schumacher og Zidane leika í Ástríksmynd

Zinedine Zidane
Zinedine Zidane FRANCOIS LENOIR

Vinsælu teiknimyndahetjurnar Ástríkur og Steinríkur halda á ólympíuleikana í væntanlegri kvikmynd um kappana og átök þeirra við rómverska heimsveldið. Framleiðendur þessarar dýrustu kvikmyndar sem Frakkar hafa framleitt, ætla sér að selja hana víða um Evrópu en vandamálið er það, að sögn franskra gagnrýnenda sem séð hafa þessa gamanmynd, að hún er ekkert fyndin. „Mörg hundruð manns voru á forsýningunni og ekki einn einasti hló,“ segir einn þeirra. „Ástríkur og ólympíuleikarnir“ skartar frægum evrópskum stjörnum á borð við Zinedine Zidane og Michael Schumacher og er þeim ætlað að auka áhuga á henni víða um álfuna.

Kostaði á annan milljarð króna

Búast má við því að Frakkar sýni hetjunni sinni hollustu og flykkist í kvikmyndahúsin. Síðasta Ástríksmynd dró 14 milljónir Frakka í bíó. En hún gekk illa annars staðar.

„Við gátum valið að einbeita okkur að 60 milljón mögulegum kvikmyndahúsagestum í Frakklandi eða 300 milljónum víða í Evrópu. Við völdum að ná til síðarnefnda hópsins,“ segir annar leikstjóranna, Thomas Langman, við dagblaðið Le Parisien. Auglýsingaherferð er því hafin þar sem myndin er meðal annars kynnt á McDonald-veitingastöðum um alla Evrópu og á haframjölspökkum. Mun kostnaðurinn vera hátt á annan milljarð króna.

Blaðamaður Politiken spyr hvort hamborgarar og hafragrautur nái að bjarga ófyndinni gamanmynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg