Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum

Britney í janúar.
Britney í janúar. AP

Britney Spears æpti á móður sína og sakaði hana um að sænga hjá kærastanum sínum, í sömu mund og Britney var flutt nauðug viljug á geðdeild fyrir skömmu. Hafa læknar á Háskólasjúkrahúsinu í Los Angeles úrskurðað Britneyju alvarlega veika.

Haft er eftir heimildamönnum að Britney hafi æpt á móður sína og fullyrt að „eina ástæðan fyrir því að hún lætur leggja mig inn er að hún vill sofa hjá kærastanum mínum.“

Ekki tók Britney fram við hvern hún nákvæmlega átti - ljósmyndarann Adnan Ghalib eða eiginmann sinn fyrrverandi, Kevin Federline, sem móðir hennar, Lynne, hefur haldið sambandi við.

Heimildamenn á sjúkrahúsinu segja að komið hafi verið með Britneyju þangað klukkan rúmlega tvö um nóttina, en svo mikil voru lætin í henni að ekki var hægt að innrita hana fyrir en um tveim tímum síðar.

Fullyrt er að hún hafi verið á Adderall, sem er örvandi lyf gegn athyglisbresti, og tekið allt að tíu pillur af hægðalyfi á dag.

Meintur „framkvæmdastjóri“ Britneyjar, Sam Lutfi, fullyrðir að Lynne sé nokk sama um hvernig komið sé fyrir Britneyju. „Nei. Móðir hennar lætur sé ekki annt um hana. Hún var of upptekin við að fara í handsnyrtingu til að mega vera að því að koma til hennar í gær, þrátt fyrir að dóttir hennar bæði hana hvað eftir annað um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg