Clarkson horfir á Top Gear á Íslandi

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson.

„Það verður gaman að hitta hann. Ég hitti þá alla þrjá í janúar og það var mjög gaman,“ segir Emil Grímsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, um hinn skelegga sjónvarpsmann Jeremy Clarkson, einn af stjórnendum bílaþáttarins Top Gear.

Jeremy Clarkson er væntanlegur til landsins í dag. Hann verður sérstakur heiðursgestur á forsýningu Top Gear-þáttar í Laugarásbíói sem fjallar um ferð Top Gear, Toyota í Bretlandi og Arctic Trucks á Íslandi á segulpólinn í apríl á síðasta ári.

Emil Grímsson var einn þriggja Íslendinga sem voru með í för. Hann segir þremenningana í Top Gear hafa verið mjög skemmtilega ferðafélaga. „Þeir eru algjörir snillingar,“ segir hann. „Jeremy [Clarkson] og James [May] eru mjög líkir sjálfum sér úr þáttunum. Þeir djóka og grína mikið.“

Ferðin á pólinn var þó ekkert spaug og mun erfiðari en bresku félagarnir gerðu sér grein fyrir að sögn Emils. „...Það rann upp fyrir þeim þegar við fórum út fyrir það svæði þar sem erfitt var að fá aðstoð,“ segir hann. „Þá áttuðu þeir sig á því að við vorum eitt lið sem varð að standa saman.“

Enginn íburður

Hallveig Andrésdóttir hjá Arctic Trucks segir að Jeremy Clarkson sé að gera félögum sínum hjá Arctic Trucks greiða með því að mæta til landsins á forsýningu þáttarins. Top Gear er með vinsælustu sjónvarpsþáttum Bretlands með yfir átta milljónir áhorfenda í viku hverri. Jeremy Clarkson er því með þekktari mönnum Bretlandseyja, en þrátt fyrir það fór hann ekki fram á neinn íburð á ferðalagi sínu til landsins. „Við höfum ekki fengið kröfur um eitt né neitt frá honum,“ segir Hallveig og hlær. „Þrír af starfsmönnum okkar voru með í leiðangrinum. Þó að menn séu stjörnur þá myndast vinátta og traust milli manna þegar þeir eru háðir hver öðrum til að komast til byggða aftur. Hann er að gera okkur greiða með að koma.“

Þátturinn um ferðalagið verður sýndur á Skjá einum á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson