Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna birtar

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru birtar í dag. Megas fær fjórar tilnefningar, sem flytjandi ársins ásamt Senuþjófunum,  sem bæði laga- og textahöfundur ársins og plöturnar Frágangur/Hold er mold eru tilnefndar sem besta plata ársins.

Þá fær Sprengjuhöllin einnig fjórar tilnefningar, fyrir plötuna Tímana okkar og lagið Verum í sambandi, Snorri Helgason er tilnefndur sem lagahöfundur ársins og Bergur Ebbi Benediktsson er tilnefndur sem textahöfundur ársins.

Björk Guðmundsdóttir fær þrjár tilnefningar, sem flytjandi ársins, söngkona ársins og platan Volta er tilnefnd sem plata ársins.

Tilnefningarnar eru eftirfarandi:

Sígild og samtímatónlist

Hljómplötur

Jón Leifs: Edda I. Gunnar Guðbjörnsson, Bjarni Thor Kristinsson, Schola Cantorum, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hermann Bäumer. (BIS)

Melódía. Kammerkórinn Carmina. Stjórnandi: Árni Heimir Ingólfsson. (SMK).

Roto con moto. Njúton. Tónverk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Önnu Sigríði Þorvaldsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Inga Garðar Erlendsson, Kolbein Einarsson, Steingrím Rohloff, Huga Guðmundsson. (SMK)

Tónverk

Hlynur Aðils Vilmarsson: Akihabara fyrir sinfóníuhljómsveit.

Hugi Guðmundsson. Apochrypha fyrir barokkhljóðfæri, slagverk, mezzósópran og gagnvirk rafhljóð.

Sveinn Lúðvík Björnsson: Og í augunum blik minninga - fyrir strengjakvartett:

Flytjendur

Ágúst Ólafsson söngvari
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari
Kammersveitin Ísafold.

JazzSkífur

Agnar Már Magnússon: Láð. (Dimma)
Einar Scheving: Cycles. (Valrún)
Sigurður Flosason: Bláir skuggar. (Dimma)

Flytjendur:

Bonsom.
Sigurður Flosason.
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar.

Tónverk:

Agnar Már Magnússon: Daboli
Björn Thoroddsen: Ice West
Eyjólfur Þorleifsson: Bonsom

Bjartasta vonin:

Hljómsveitirnar:
Benny Crespo's Gang
Bloodgroup
Hjaltalín
Seabear, og

Graduale Nobili – kór skipaður einvala liði ungra kvenna.

Fjölbreytt tónlist:

Tónlistarflytjandi ársins

Björk
Gus Gus
Megas & Senuþjófarnir

Lagahöfundur ársins

Högn Egilsson (Hjaltalín)
Megas
Snorri Helgason (Sprengjuhöllinni)

Textahöfundur ársins

Bergur Ebbi Benediktsson (Sprengjuhöllinni)
Megas
Þorsteinn Einarsson (Hjálmum)

Lag ársins

Allt fyrir ástina – Páll Óskar
Englar & dárar – Ólöf Arnalds
Goodbye July/Margt að ugga – Hjaltalín
Verðbólgin augu – Ný dönsk
Verum í sambandi – Sprengjuhöllin

Söngkona ársins

Björk
Eivör
Urður Hákonardóttir (Gus Gus)

Söngvari ársins

Högn Egilsson (Hjaltalín)
Mugison
Páll Óskar

Hljómplata ársins: popp/dægurtónlist

Allt fyrir ástina – Páll Óskar (POP)
Frágangur/Hold er mold – Megas (Sena)
Tímarnir okkar – Sprengjuhöllin (Sena)

Hljómplata ársins: rokk/jaðartónlist

Benny Crespo's Gang – Benny Crespo's Gang (Sena)
Mugiboogie – Mugison (Mugiboogie)
Sleepdrunk Seasons – Hjaltalín (Kimi)

Hljómplata ársins: ýmis tónlist

Frá heimsenda – Forgotten Lores (Geimsteinn)
Við & við – Ólöf Arnalds (12 Tónar)
Volta – Björk (One Little Indian/Smkl)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir