Naomi Campbell gekkst undir aðgerð

Breska fyrirsætan Naomi Campbell gekkst undir aðgerð í Sao Paulo í Brasilíu í gær til að fjarlægja blöðru í kviðarholinu. Sagði brasilískur kvenlæknir, að hann hefði gert aðgerðina sem tekist hefði vel og Campbell myndi ná sér að fullu.

Campbell, sem er 37 ára, er á Sirio-Libanes sjúkrahúsinu í Sao Paulo þar sem hún var lögð inn í gær. Læknirinn sagði, að gera hefði þurft aðgerðina í skyndi. Örsmárri smásjá var stungið inn í líkamann og var ekki þörf á hefðbundinni skurðaðgerð.

Brasilískur sérfræðingur í sýkingum sagði að Campbell hefði flogið frá Lundúnum til Sao Paulo til að láta gera aðgerðina þar. 

Campbell var síðast í Brasilíu fyrir þremur vikum. Orðrómur er um, að hún eigi í ástarsambandi við kaupsýslumanninn Alberto Elias, sem stýrir útibúi ítalska fyrirtækisins Parmalat í Brasilíu.

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir