Miðar á Clapton að seljast upp

Eric Clapton.
Eric Clapton. AP

Um 8.000 miðar á tónleikar Eric Clapton seldust fyrsta hálftímann þegar miðasala á tónleikana hófst klukkan tíu í morgun. Tónleikarnir fara fram þann 8. ágúst nk., en allt stefnir í að uppselt verði á tónleikana löngu áður.

Langflestir miðarnir seldust á netinu eða 95%, en 5% í verslunum. Áhangendur kappans virðast ekki vilja taka neinar áhættur því mikið gekk á þegar miðasalan hófst. Rúmlega 10 þúsund miðar verða alls seldir á tónleikana, sem fram fara í Egilshöll.

Clapton hefur ásamt hljómsveit sinni hafið æfingar fyrir hljómleikaferðina, sem hefst þann 3. maí nk. í Tampa í Flórída. Alls telur ferðin nítján tónleika, Íslendingar eru næst-síðastir í röðinni, en síðustu tónleikarnir eru á Skanderborg hátíðinni í Danmörku þann 10. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson