Franco stal sigrinum af Cliff Richards

Cliff Richards á Íslandi á síðasta ári.
Cliff Richards á Íslandi á síðasta ári. mbl.is/Golli

Francisco Franco, einræðisherra Spánar, stal sigrinum af bresku poppstjörnunni Cliff Richards í Eurovision söngvakeppninni árið 1968. Þetta er fullyrt í nýrri heimildarmynd, sem gerð hefur verið á Spáni.

Cliff þótti sigurstranglegastur fyrir keppnina með lag sitt Congratulations en hann tapaði með einu stigi fyrir hinni spænsku Massiel, sem söng lagið La La La.

Í heimildarmyndinni, sem Montse Fernandez Villa gerði, er fullyrt að yfirmenn spænska sjónvarpsins hafi farið um alla Evrópu að undirlagi Francos og boðist til að kaupa sjónvarpsþætti hjá kollegum sínum ef þeir hétu því að kjósa spænska lagið í Eurovision.

Fernandez Villa segir, að Franco hafi talið að sigur í keppninni myndi bæta orðstír Spánar á alþjóðavettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson