Fjör á uppboði stjarnanna í Cannes

Yfir tíu milljónir Bandaríkjadala, 724 milljónir króna, söfnuðust á uppboði í gærkvöldi í Cannes til styrktar rannsókna á alnæmi. Margar stjörnur lögðu málefninu lið þar á meðal Madonna sem hreinsaði til í handtöskunni áður en uppboðið hófst.

Meðal muna sem Madonnu sem seldust á uppboðinu er spegill, hárspenna, blautklútur og varagljái auk handtöskunnar sem er frá Chanel. Munir Madonnu seldust á 300 þúsund evrur, 34 milljónir króna. Söngkonan fór vinsamlegast fram á það við þá sem hygðust taka þátt í uppboðinu að þeir myndu ekki móðga hana með því að bjóða einhverja smáaura. „Þessi varagljái snerti varir mínar," sagði Madonna.

Stjörnurnar lögðu sig allar fram á uppboðinu. Mary J. Blige söng lögin Family Affair og lag U2 One.  Dita Von Teese seldi silkisokka sína og afklæddist þeim á meðan boðið var í sokkana að hætti dansmeyja. Sharon Stone stjórnaði uppboðinu og reyndi að fá fólk til þess að bjóða í koss frá Madonnu. Minnti hún gesti á að George Clooney hafi selt tvo kossa á uppboðinu í fyrra á 700 þúsund dali.

„Það er allt of lítið," sagði Madonna. „Það hafa allir kysst George Clooney," bætti hún við. Sagðist Madonna ekki kyssa fyrir minna en eina milljón dala.

Madonna og Sharon Stone á uppboðinu í gærkvöldi
Madonna og Sharon Stone á uppboðinu í gærkvöldi Reuters
Dita Von Teese sýnir sokkana á uppboðinu
Dita Von Teese sýnir sokkana á uppboðinu Reuters
Mary J. Blige á uppboðinu
Mary J. Blige á uppboðinu Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Njóttu þess að vera með fjölskyldunni í kvöld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka