Ummæli frá Stone vekja reiði

Sharon Stone.
Sharon Stone. AP

Ummæli frá leikkonunni Sharon Stone þess efnis að slæm meðferð Kínverja á Tíbetbúum og almennt sinnuleysi í mannréttindamálum hafi stuðlað að því að jarðskjálftinn reið yfir landið hafa vakið hörð viðbrögð í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Leikkonan tjáði sig um þetta málefni þegar hún var stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Ég hugsaði með mér, er þetta „karma“. Þegar fólk er vont gerast slæmir hlutir,“ sagði hún í viðtali við kvikmyndatökulið frá Hong Kong.  Ng See-Yuen, stjórnarformaður bandalags kvikmyndagerðarmanna í Hong Kong, sagði að ummæli Stone hefðu verið „óviðeigandi.“

Tímaritið Hollywood Reporter greindi frá því að See-Yuen ætli ekki að sýna myndir með Stone í kvikmyndahúsum sínum.Ummæli leikkonunnar hafa einnig vakið hörð viðbrögð á netinu og er hægt að finna eina kínverska vefsíðu sem fjallar eingöngu um orðaval hennar og gerir lítið úr því. Einnig hafa margar stórverslanir í Peking fjarlægt auglýsingaskilti frá snyrtivörurisanum Christian Dior þar sem Sharon Stone auglýsti vörurnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson