Búttaður Damon óttast titilsmissi

Matt Damon
Matt Damon Reuters

Bandaríski leikarinn Matt Damon er hræddur um að glata titlinum „kynþokkafyllsti karlmaður heims“, sem bandaríska tímaritið People veitti honum í fyrra. Damon hefur bætt á sig einum 15 kílóum og það ekki í formi vöðva.

Ástæðan fyrir þessu hamsleysi leikarans er kvikmyndin The Informant sem Steven Soderbergh leikstýrir. Í henni leikur Damon aðalhlutverkið, stjórnanda í lyfjafyrirtæki sem kemur upp um verðsamráð fyrirtækisins og annarra í lyfja- og fæðubótarefnaframleiðslu.

Damon segir hlutverkið ekki hafa krafist þess að hann væri feitur heldur „búttaður.“

Damon segir vel hafa gengið að fita sig með því að borða skyndibitafæði, drekka bjór og stunda enga líkamsrækt. Ben Affleck, besti vinur Damon, skemmtir sér vel yfir útlitsbreytingu vinar síns og segir hann nú þurfa tvö sæti í flugvél í stað eins áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson