Hús ríkra og fátækra á Íslandi

Bandaríski ljósmyndarinn Julia Staples starfar hér á landi þessa mánuðina, á sex mánaða styrk frá American-Scandinavian Foundation. Hún er að mynda verkefni sem hún segir fjalla um vaxandi mun á ríkum og fátækum á Íslandi.

„Ég hef verið að koma hingað síðustu árin og það vakti athygli mína hvað mikið var byggt af húsum hér. Það vakti forvitni mína að sjá þessi nýju hverfi rjúka upp í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum,“ segir Staples. „Ég las um síaukinn fjölda innflytjenda, fólk sem flytti hingað til að vinna, að þeir ríku yrðu sífellt ríkari og byggðu stærri hús, lifðu við sífellt meiri lúxus. Ég vildi kanna þetta í ljósmyndum og þessi nýju samfélög sem væru að rísa.“ Staples segist safna upplýsingum um þróun hverfa eins og Breiðholts, Lindahverfisins og Norðlingaholts.

„Ég skrái þessi svæði, hvað mér sýnist vera mikilvægt í þeim fyrir íbúana, eins og útsýni, stærð lóða og húsa, og helstu einkenni húsanna.

Í myndunum reyni ég að gefa tilfinningu fyrir þessum mun á ríkidæmi, sem mér finnst aukast hratt hér. Sumir eru farnir að fljúga milli landa á einkaþotum og byggja glæsihallir. Ég hef myndað íbúðarhús margra þeirra ríku; ég nota arkitektúr sem myndlíkingu fyrir fólkið, í stað þess að taka portrett.

Ég hef til dæmis ljósmyndað hús og fyrirtæki sem Jón Ásgeir Jóhannesson á, hann er einn af auðmönnunum og á svo margt sem er hluti af daglegu lífi almennings.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson