Paris Hilton í Kaupmannahöfn

Paris Hilton og Benji Madden vekja mikla athygli í Danmörku.
Paris Hilton og Benji Madden vekja mikla athygli í Danmörku. Reuters

Bandaríska glaumdísin Paris Hilton heiðrar nú Dani með nærveru sinni ásamt kærastanum, Benji Madden. Paris er í vinnuferð í Kaupmannahöfn en þar er verið að taka myndir í auglýsingabækling fyrir handtöskur og fylgihluti, sem hún leggur nafn sitt við.

Fyrirtækið sem framleiðir töskurnar heitir PH EUROPE og er í eigu dönsku bræðranna Jens Peter og Michael Faurholdt Friis. 

Danskir fjölmiðlar hafa í dag fylgst vel með ferðum Paris, sem býr á Hotel Sankt Petri. Segja þeir að hún ætli síðdegis að bregða sér í Tívolí og í kvöld mun hún veita þættinum  Go' Aften Danmark á TV2 viðtal sem sent verður út á morgun.

Á morgun mun bregða sér til Hellerup en þar er búð sem selur töskurnar hennar. Þar ætlar hún einnig að borða sushi og drekka kampavín með kunnum Dönum. 

Fréttavefur Nyhedsavisengetur sagt frá því, að Paris hafi í gær skipt um föt í Audi Q7 bílnum, sem sótti hana á flugvöllinn. Blaðamaður blaðsins segir að þegar hann reyndi að ræða við Paris á flugvellinum hafi hún verið klædd joggingbuxum og stuttermabol með áletruninni: Our love is the real thing.

20 mínútum síðar, þegar hún steig út úr bílnum utan við hótelið og ræddi stuttlega við blaðamenn hafi hún verið í gallabuxum og ermalausri treyju. Hún var þó enn með sömu húfuna á höfði. 

Óformlegum fréttamannafundi Paris lauk raunar með hálfgerðum ósköpum. Allt gekk vel til að byrja með og Paris ávarpaði ljósmyndarana með eftirfarandi orðum:  Hello everyone, I love you.  Hún svaraði fús spurningum um erindi hennar til Danmerkur. En síðan spurði útsendari B.T. hana um fangelsisdóminn, sem hún fékk fyrir ölvunarakstur á síðasta ári.

Að sögn bt.dk brá Paris mjög í brún við þessa spurningu og strunsaði á braut.

Þá jukust hremmingar hennar enn frekar um nóttina en B.T. segir frá því að Paris hafi hringt í herbergisþjónustuna og pantað miðnætursnarl. En þegar þjónarnir komu með matinn og börðu að dyrum var ekki opnað, og því varð að fara með matinn aftur niður í eldhúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru ótrúlega mörg smáatriði, sem þú þarft að afgreiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg