Að lesa Laxness er eins og að uppgötva nýjan bragðlauk

Ævisaga Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson vekur athygli í …
Ævisaga Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson vekur athygli í Evrópu.

Nicholas Shakespeare, gagnrýnandi breska blaðsins Daily Telegraph, hrósar mjög ævisögu Halldórs Laxness, sem Halldór Guðmundsson skráði, en bókin er nú er komin út á ensku. Segir  Shakespeare að allt of fáir þekki Laxness, sem hann segir vera dásamlegan höfund, og þessi frásögn af óstöðvandi krafti og metnaði ætti að auka áhuga á bókum hans. 

Skakespeare segir, að Hermann Hesse og Boris Pasternak hafi haft mikið dálæti á skáldsögum Laxness. Karen Blixen hefði grátið yfir þeim og sagt við Laxness, að síðast þegar hún hefði tárfellt yfir bók hefði Laxness ekki verið fæddur.

Jafnvel byltingarleiðtoginn Che Guevara hefði dáð Laxness og velt því fyrir sér hvort Atómstöðin gæfi rétta mynd af daglegu lífi á Íslandi.

Shakespeare segir í lokin, að líkt og Nóbelsskáldin Patrick White og William Faulkner, sem megi raunar bera Laxness saman við, hafi Halldór þurft að ferðast að heiman til að finna viðfangsefnin í „frímerki" ættjarðar sinnar. Að lesa Laxness sé eins og að uppgötva nýjan bragðlauk.

„Hann skapar heim sem tilheyrir annarri vídd, líkt og landslagið á ættjörð hans - kunnuglegt, framandi, eins og í draumi. Þetta er hjartnæm og ógleymanleg rödd og við verðum að taka ofan fyrir (Halldóri) Guðmundssyni fyrir að setja hana í rétt samhengi," segir Shakespeare.

Grein Daily Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson