Svo lélegar að þær eru góðar

Vondabíó heitir ný þjónusta sem símafyrirtækið Nova býður upp á. Nafnið vísar til þess að boðið er upp á niðurhal á kvikmyndum sem þykja sérstaklega lélegar, t.d. Plan 9 From Outer Space. Myndir sem eru svo lélegar að þær eru góðar, svo að segja.

Jóhannes Erlingsson, vörustjóri vefs nova.is, veit allt um Vondabíó. Hann nefnir fjölda mynda sem hægt verður að ná í á næstu mánuðum, The Forest, Invasion of the Bee Girls, Loose Shoes og Drive In Massacre. Niðurhalið á einni mynd kostar 250 krónur og verður ný mynd í boði mánaðarlega.

„Þú kaupir myndina einu sinni, hleður henni niður í símann og átt hana. Þú getur sett hana yfir í tölvuna þína, gert hvað sem er við hana,“ segir Jóhannes. „Þetta er meira djók en nokkuð annað. Fólk á menntaskólaaldri er í þessum pælingum, ég man þegar ég var í menntaskóla að þetta þóttu mjög áhugaverðar myndir,“ segir Jóhannes um áhuga manna á „vondum“ kvikmyndum.

Viðskiptavinir Nova geta vitaskuld einir nýtt sér þessa þjónustu og það er aðeins hægt að horfa á kvikmyndirnar í HSDPA-farsímum. Jóhannes segir Nova með fullt af vondum myndum í pokahorninu, þær dugi fram í apríl á næsta ári. Enda af nógu að taka í flokki lélegra kvikmynda. helgisnaer@mbl.is

Vefur Nova
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson