Stjörnur safna fé til krabbameinsrannsókna

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres svarar í síma í þættinum.
Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres svarar í síma í þættinum. Reuters

Tugir leikara og annarra skemmtikrafta, forsetaframbjóðendur og forsvarsmenn bandarískra krabbameinsfélaga, komu í nótt fram í klukkustundarlöngum fjársöfnunarþætti, sem sendur var út beint á öllum þremur stóru sjónvarpstöðvunum í Bandaríkjunum frá Kodak leikhúsinu í Hollywood.

Forsetaframbjóðendurnir John McCain og Barack Obama voru meðal þeirra sem komu fram í þættinum þar sem safnað var fé til krabbameinsrannsókna.

Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong og Elizabeth Edwards, eiginkona forsetaframbjóðandans Johns Edwards, hófu þáttinn með því að upplýsa að 550 þúsund Bandaríkjamenn og 6 milljónir manna um allan heim látist af völdum krabbameins ár hvert. Bæði Armstrong og Edwards hafa fengið krabbamein.

Patrick Swayze, Billy Crystal,  Jennifer Aniston, Jack Black, Halle Berry, Keanu Reeves, Salma Hayek og Christina Applegate voru meðal þeirra sem hvöttu áhorfendur til að hringja og leggja fé af mörkum.  Patrick Harris, America Ferrera, Christina Ricci og Kirsten Dunst svöruðu í síma og Jennifer Garner, Halle Berry, Forest Whitaker og Casey Affleck lásu reynslusögur þeirra, sem hafa þurft að berjast við sjúkdóminn.

James Taylor, Sheryl Crow, Josh Groban og Monica Mancini voru meðal tónlistarmanna sem komu fram. Þá söng hópur söngkvenna, þar á meðal   Beyoncé, Mariah Carey, Mary J. Blige og Rihanna, nýtt lag sem verður notað til að safna fé.

Sheryl Crow kom fram í þættinum. Hún hefur sigrast á …
Sheryl Crow kom fram í þættinum. Hún hefur sigrast á brjóstakrabbameini. Reuters
Halle Berry var meðal þeirra sem kom fram í þættinum.
Halle Berry var meðal þeirra sem kom fram í þættinum. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson