Kvikmyndastjörnur fengu stórfé fyrir að reykja

Cary Grant, sem hér er ásamt Katharine Hepburn í myndinni …
Cary Grant, sem hér er ásamt Katharine Hepburn í myndinni Bringing Up Baby frá 1938, fékk greiðslur frá tóbaksfyrirtækjum. AP

Tóbaksfyrirtæki greiddu kvikmyndastjörnum í Hollywood stórfé um miðja síðustu öld fyrir að mæla með sígarettutegundum. Eitt fyrirtæki greidd   300 milljónir króna á núvirði á einu ári til kvikmyndaleikara. Þetta kemur fram í skjölum, sem nú hafa verið birt í tengslum við málaferli.

Í grein, sem skrifuð hefur verið um málið í blaðinu Tobacco Control og sagt er frá á vef BBC, kemur fram að klassískar kvikmyndir frá fjórða, fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, á borð við Casablanca, stuðli enn þann dag að reykingum. 

Nánast allir þekktustu kvikmyndaleikarar á þessum tíma fengu greiðslur frá tóbaksfyrirtækjum. Fundist hafa samningar sem leikarar á borð við Clark Gable, Cary Grant, Spencer Tracy, Joan Crawford, John Wayne, Bette Davis og Betty Grable skrifuðu undir. 

Vitnað er til samnings, sem Al Jolson, sem lék í Jasssöngvaranum, fyrstu talmyndinni, gerði. Hann skrifaði undir yfirlýsingu þar sem segir að Lucky Strike sé sígarettutegund avinnuleikaranna.

Þá hefur fundist listi yfir greiðslur  American Tobacco, framleiðanda Lucky Strike, til kvikmyndaleikara á einu ári á fjórða áratugnum. Þar kemur frma að kunnar stjörnur á borð við  Carole Lombard, Barbara Stanwyck og Myrna Loy fengu 10 þúsund dali, jafnvirði um 14 milljóna króna á núvirði, fyrir að mæla með tegundinni. Það sama fengu   Clark Gable, Gary Cooper og Robert Taylor. Alls greiddi fyrirtækið um 300 milljónir króna á núvirði þetta ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir