Paul Newman látinn

Paul Newman hlaut Óskarinn árið 1987.
Paul Newman hlaut Óskarinn árið 1987. AP

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Paul Newman lést af völdum  lungnakrabbameins á heimili sínu í Connecticut í dag, 83 ára að aldri.

Newman var margverðlaunaður, hafði verið tilnefndur tíu sinnum til Óskarsverðlauna á árunum 1959-2003 en hlaut þau aðeins einu sinni. Það var árið 1987 fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni The Color of Money með Tom Cruise. Þá hlaut hann heiðursverðlaun Óskarsins árið 1986.

Newman hafði einnig verið tilnefndur, og unnið, til fjölmargra annarra verðlauna, t.a.m. Emmy og Golden Globe verðlauna og hinna bresku BAFTA verðlauna. Þá var hann valinn besti leikarinn árið 1995 á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir Nobody's Fool og svo má lengi telja.

Newman lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1954 en hún hét The Silver Chalice. Hann vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í myndinni Somebody Up There Likes Me en sló verulega í gegn á 7. áratugnum þegar hann lék í myndum á borð við The Hustler, The Prize, Hud, Cool Hand Luke og Butch Cassidy and the Sundance Kid.

Newman var kvæntur Joanne Woodward í nær 50 ár og eignuðust þau þrjú börn. „Ég á steik heima, hvers vegna ætti ég að fara út að fá mér hamborgara," sagði hann við tímaritið Playboy þegar hann var spurður hvort hann hefði aldrei freistast til að taka hliðarspor. Þau léku saman í nokkrum myndum og Newman leikstýrði einnig myndum sem Woodward lék í.

Áður var hann giftur Jackie Witte og eignaðist einnig með henni þrjú börn.

Leikararnir Paul Newman og Robert Redford voru miklir mátar.
Leikararnir Paul Newman og Robert Redford voru miklir mátar. Reuters
Paul Newman ásamt Joanne Woodward 1958.
Paul Newman ásamt Joanne Woodward 1958.
Paul Newman
Paul Newman
Paul Newman í myndinni The Mackintosh Man frá árinu 1973.
Paul Newman í myndinni The Mackintosh Man frá árinu 1973.
Paul Newman og Joanne Woodward árið 2004.
Paul Newman og Joanne Woodward árið 2004. Reuters
Paul Newman og Robert Redford í myndinni Butch Cassidy and …
Paul Newman og Robert Redford í myndinni Butch Cassidy and the Sundance Kid frá árinu 1969.
Paul Newman í hlutverki svindlarans Henry Gondorff í myndinni The …
Paul Newman í hlutverki svindlarans Henry Gondorff í myndinni The Sting.
Newman var mikill áhugamaður um kappakstur og keppti sjálfur. Hér …
Newman var mikill áhugamaður um kappakstur og keppti sjálfur. Hér fylgist hann með kappakstri árið í Montreal árið 2005. Reuters
Paul Newman.
Paul Newman. Reuters
Paul Newman og Lita Milan í myndinni The Left Handed …
Paul Newman og Lita Milan í myndinni The Left Handed Gun frá 1958. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson