Herbert predikar í Keflavíkurkirkju

Herbert Guðmundsson
Herbert Guðmundsson mbl.is/Friðrik Tryggvason

Hinn 9. nóvember næstkomandi mun Herbert Guðmundsson halda uppi guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju. Sóknarpresturinn þar, séra Sigfús Baldur Ingvarsson, hafði samband við 24 stundir fyrir helgi eftir að hafa lesið við hann afar opinskátt viðtal þar sem söngvarinn tjáði sig um það hvernig trúin hefði hjálpað honum fyrir rúmu ári að losna úr viðjum áralangrar neyslu fíkniefna.

„Ég er mjög mikið fyrir að breyta til,“ segir séra Sigfús. „Hugmynd mín var bara að fá hann til þess að flytja nokkur lög. Af því að þetta er staður kristniboðs fannst mér það við hæfi að hann kæmi og gerði sitt. Ég hlusta svolítið á Lindina, sem er kristileg útvarpsstöð, og þar heyrði ég eitthvað af lögunum hans. Ég var því búinn að hafa hann í huga áður en viðtalið við hann birtist.“

Auk þess að spila lög sín í kirkjunni mun Herbert segja sögu sína og boða fagnaðarerindið. „Þetta á bara að vera í þessum anda. Messan verður algjörlega í þessum létta stíl. Ég ætla ekkert að leggja honum miklar línur en við ræðum það eflaust í rólegheitunum. Ég ætla ekki að fara að setja honum miklar skorður, enda er ég ekki vanur slíku.“

Góð viðbrögð

Séra Sigfús segir kirkjusókn í Keflavík góða. Iðulega mæti um 200 manns á sunnudögum og vonast presturinn til að fleiri komi í þetta sinn. Hann var mjög upp með sér af því hversu auðvelt var að fá Herbert til verksins. „Hann tók erindinu rosalega vel. Ég sagði við hann að ég skyldi borga fyrir hann bensín og annað svoleiðis og hann sagði strax já. Svo spurði hann mig hvort ég væri svona opinn og ég svaraði játandi.“

Herbert virtist líka himinlifandi yfir þessu þegar við höfðum samband við hann. „Ég verð þarna ásamt organistanum í kirkjunni,“ segir Herbert. „Ég sagði bara „æðislegt“ og samþykkti að mæta, taka tvö lög og gefa smávitnisburð. Ég hef nánast einungis fengið frábærar viðtökur við þessu viðtali. Fólk gengur upp að mér og óskar mér til hamingju. Ég finn að fólk er stolt af mér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir