Spears mæðgur ósáttar á ný

Lynne Spears á miðri mynd.
Lynne Spears á miðri mynd. AP

Lynne Spears, moðir söngkonunnar Britney Spears, er nú sögð ganga á milli kvikmyndavera í Hollywoodí von um að geta selt þeim kvikmyndaréttinn að ævisögu sinni ‘Through The Storm’.

Í sögunni mun Lynne m.a. fjalla um Britney og það sem gengið hefur á í lífi hennar að undanförnu og um yngri dóttur sína Lamie Lynne, sem nýlega eignaðist sitt fyrsta barn. „Lynne fer á milli kvikmyndavera með bókina og hefur jafnvel talað um að hún vilji að Julia Roberts leiki sig. Þetta er algerlega út í hött,” segir ónefndur heimildarmaður. Er Britney sögð öskureið yfir framkomu móður sinnar.  

„Britney segir við vini sína, þessi kona minnir ekki lengur á móður mína,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Star. Þá hefur hann eftir henni: „Hún gerir hvað sem er til að ávinna sr frægð og til að græða meira á nafninu mínu. Þetta er óraunverulegt. Gæti ég útilokað hana algerlega úr lífi mínu myndi ég gera það. Í bókinni staðhæfir Lynne að Britney hafi farið að drekka áfengi 13 ára gömul, að hún hafi misst meydóminn 14 ára og fyrst neytt fíkniefna 15 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir