Axl Rose horfinn

Axl Rose.
Axl Rose. Reuters

Axl Rose, forsprakki bandarísku rokksveitarinnar Guns N' Roses hefur ekki sést í tvo mánuði. Rose, sem er með sérvitrari mönnum, hefur gert yfirmönnum Geffen-plötuútgáfunnar mikinn grikk með því að láta sig hverfa sí svona, en fyrsta plata Guns N' Roses í heil fimmtán ár, Chinese Democracy, kom út fyrir skömmu.

„Fjölmargir hafa reynt að hafa uppi á Axl í tvo mánuði, en án árangurs. Það er mjög slæmt að hann skuli ekki láta sjá sig því platan hefði örugglega átt miklu betri möguleika á að ná toppsæti á sölulistum ef hann hefði fylgt henni eftir,“ sagði heimildarmaður í samtali við breska dagblaðið The Sun.

„Maður hefði líka haldið að menn sem eyða svona mörgum árum í að gera eina plötu væru til í að verja nokkrum vikum í að kynna hana. En allir vita að Axl er sérvitur snillingur sem gerir aldrei neitt sem hann vill ekki gera.“

Einhverjir munu hafa haldið því fram að ástæða fjarveru söngvarans sé sú að hann vinni nú að því að kalla saman hina upprunalegu meðlimi Guns N' Roses. Flestir þeirra sögðu skilið við sveitina á sínum tíma vegna gríðarlegra samskiptaörðugleika við Rose, sem fer jafnan sínar eigin leiðir. Eitthvað virðast þó samskiptin að batna því gítarleikarinn og lagahöfundurinn Izzy Stradlin kom fram með sveitinni á tónleikum árið 2004 og svo aftur árið 2006. Þá mun gítarleikarinn Slash hafa viðurkennt að hann kunni vel að meta Chinese Democracy. Það er annars að frétta af þeim kappa að Velvet Revolver, sveitin sem hann stofnaði eftir að hafa sagt skilið við Guns N' Roses, hangir á bláþræði eftir að útgáfufyrirtæki sveitarinnar rifti samningi við hana.

Chinese Democracy komst „aðeins“ í annað sæti breska vinsældarlistans þegar hún kom út, en talið er að framleiðsla plötunnar hafi kostað um 13 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða íslenskra króna, sem gerir hana að dýrustu plötu allra tíma. Hún náði þó efsta sætinu í bæði Brasilíu og Finnlandi. jbk@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson