Benjamin Button með flestar tilnefningar

Leikarinn Forest Whitaker og Sid Ganis, forseti Kvikmyndaakademíunnar, lásu upp …
Leikarinn Forest Whitaker og Sid Ganis, forseti Kvikmyndaakademíunnar, lásu upp tilnefningarnar í dag. AP

Kvikmyndin The Curious Case of Benjamin Button fékk 13 tilnefningar til Óskarsverðlauna en tilnefningarnar voru kynntar eftir hádegið. Myndin var m.a. tilnefnd sem besta kvikmyndin og Brad Pitt var tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki.

Kvikmyndin Slumdog Millionaire fékk 10 tilnefningar, m.a. sem besta myndin og Danny Boyle var tilefndur fyrir leikstjórn. Þá  fékk The Dark Knigth, sem fjallar um Leðurblökumanninn,  10 tilnefningar og var  Heath Ledger, sem lést fyrir ári, m.a. tilnefndur fyrir leik í aukahlutverki.

Kvikmyndin The Curious Case of Benjamin Button, sem ekki hefur verið sýnd enn hér á landi, fjallar um mann sem byrjar að yngjast. Leikstjórinn David Fincher var tilnefndur til verðlauna og Taraji P. Henson var tilnefnd fyrir bestan leik í aukahlutverki.

Auk myndanna tveggja sem áður var getið voru myndirnar Frost/Nixon, Milk og The Reader tilnefndar sem besta myndin. Auk Pitt voru þeir  Richard Jenkins, fyrir The Visitor, Sean Penn fyrir Milk, Frank Langella fyrir Frost/Nixon og Mickey Rourke fyrir The Wrestler tilnefndir fyrir leik í aðalhlutverki.

Fyrir leik í aðalhlutverki voru tilnefndar leikkonurnar Kate Winslet fyrir Revolutionary Road, Meryl Streep fyrir Doubt, Anne Hathaway fyrir Rachel Getting Married, Angelina Jolie fyrir Changeling og  Melissa Leo fyrir Frozen River.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna


Brad Pitt og Cate Blanchett leika aðalhlutverkin í Benjamin Button.
Brad Pitt og Cate Blanchett leika aðalhlutverkin í Benjamin Button. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson