Snýr Clooney aftur í ER?

George Clooney
George Clooney Reuters

Það er eflaust mörgum gleðifregn að heyra að hjartaknúsarinn George Clooney hefur samþykkt að snúa aftur í sjónvarpsþáttinn sem kom frægðarferli hans á koppinn: ER eða Bráðavaktina eins og við könnumst við hana upp á íslensku.

Einn meðframleiðandi Bráðavaktarinnar, John Wells, hefur skipað starfsliði þáttanna að halda framkomu Clooneys í þáttunum leyndri. Því er ekki vitað hvað hann á að koma fram í mörgum þáttum í lokaseríu þáttaraðarinnar.

Clooney kom seinast fram sem dr. Doug Ross í Bráðavaktinni árið 2000 þar sem hann sást í atriði með fyrrverandi kærustu Ross, Juliana Marguilies. Hann er frægasti leikari Bráðavaktarinnar og hefur Wells alltaf viljað láta hann snúa til baka í seinustu seríu þáttanna. En fimmtánda þáttaröð Bráðavaktarinnar var lengd um fjóra þætti í seinustu viku.

Fjórtánda þáttaröð Bráðavaktarinnar er nú sýnd í Sjónvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson