Símakosningin er í beinni útsendingu

Fulltrúar Íslands í fyrra
Fulltrúar Íslands í fyrra MARKO DJURICA

„Þetta er sprottið af einhverjum misskilningi,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, þegar hún er spurð út í þann orðróm að símakosningin á laugardögum sé ekki sýnd í beinni útsendingu, og sé þar með svindl.

Á þetta minnist m.a. Jens Guð á bloggsíðu sinni, og vísar þar í annað blogg þar sem því er haldið fram að barn sem sást í símakosningunni síðasta laugardag hafi í raun verið erlendis þegar þátturinn var sendur út.

„Einhverra hluta vegna var einhver kona úti í bæ sem hélt að annað barnið sem afhenti umslagið með úrslitunum síðast væri í útlöndum. En það var bara misskilningur og að sjálfsögðu er þetta í beinni útsendingu, það segir sig bara sjálft. Höfundarnir væru örugglega ekki til í að taka þátt í þessu ef þetta væri eitthvert stórt plat,“ segir Elísabet og bætir því við að þótt ekkert „beint“-merki sjáist undir merki Sjónvarpsins í útsendingu þurfi það alls ekki að þýða að þátturinn sé ekki í beinni. Hún vísar því öllum ásökunum um svindl á bug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson