Kastaði grænum búðingi á ráðherra

Peter Mandelson, viðskiptaráðherra Bretlands, fékk frekar kaldar kveðjur þegar hann ætlaði að halda ræðu um loftslagsmál. Kona nokkur vatt sér að honum og skvetti framan í hann grænum búðingi. Breskar sjónvarpsstöðvar voru að sýna beint frá ferðum Mandelsons og því sáu milljónir manna atvikið.

Í ljós kom að konan, sem heitir Leila Deen, er félagi í samtökunum Plane Stupid, sem berjast gegn áformum breskra stjórnvalda um að stækka Heathrow flugvöll við Lundúni. 

Mandelson sagði á eftir, að sem betur fer hefði verið búðingur en ekki málning í ílátinu, sem Deen skvetti úr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir