Danskur tískuteiknari fær morðhótanir

Föt úr haust- og vetrartískusafni Peters Jensens.
Föt úr haust- og vetrartískusafni Peters Jensens.

Danski tískuteiknarinn Peter Jensen hefur vakið mikið uppnám á Grænlandi með því að vísa til grænlenska þjóðbúningsins á sýningu sem hann hélt nýlega á væntanlegri haust- og vetrartísku. Hefur hann verið sakaður um stuld og jafnvel fengið morðhótanir. Jensen tekur nú þátt í norræna tískutvíæringnum, sem haldinn er í Reykjavík og mun m.a. flytja erindi á ráðstefnu í Norræna húsinu á sunnudag.

Jensen sýndi nýlega föt sín á tískuvikunni í Lundúnum og þar var fötunum lýst sem grænlenskri hyllingu. En Grænlendingar hafa tekið þessu óstinnt upp og saka hann um að stela grænlenska þjóðbúningnum og hagnýta sér hann í ágóðaskyni. Nýlega var boðað til mótmælafundar í Nuuk, þar sem  Hans Enoksen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, og fleiri grænlenskir þingmenn mættu. Þá hafa verið stofnaðir mótmælahópar á Facebook. 

„Ég hreinlega skil ekki hvers vegna viðbrögðin eru svona hörð. Það var alls ekki ætlun mín að móðga neinn í Grænlandi," segir Jensen við Berlingske Tidende.  

„Það er afar eðlilegt í tískuheiminum að nýta hugmyndir úr erlendri menningu og ég hef ekki enn heyrt um, að Japanar hafi mótmælt því að lagt hafi verið út af kímonóanum."

Jensen segir, að hann hafi kært morðhótanir, sem hann fékk, til lögreglu. „En ég hef sem betur fer einnig fengið jákvæð viðbrögð frá mörgum Grænlendingum sem eru ánægðir með starf mitt," segir Jensen.

Aili Liimakka Laue hefur farið fyrir mótmælunum í Grænlandi, skipulagt mótmælafundi og stofnað mótmælasíður á Facebook. Hún segir við blaðið  Sermitsiaq, að það þurfi ekki annað en að sjá stígvélin til að sjá að um er að ræða hreinan þjófnað og það sé óviðunandi að setja eigi slíkan skófatnað í fjöldaframleiðslu. 

Aviaja R. Jakobsen, yfirmaður grænlenska þjóðminjasafnsins, segir hins vegar í grein í  Sermitsiaq, að kalaallisuut, sem þjóðbúningurinn nefnist, hafi gegnum aldirnar verið í stöðugri þróun og tekið breytingum. Enginn hafi harmað þá þróun og í heimsvæðingu nútímans verði fólk fyrir áhrifum hvert af öðru og því eigi að fagna.   

Dagskrá norrænu tískuvikunnar í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson