Bestu plöturnar jafnvel ófáanlegar

Quarashi.
Quarashi.

Seinni hluti kosningar um 100 bestu plötur Íslandssögunnar hefst þann 1. maí næstkomandi. Í fyrri hlutanum voru landsmenn beðnir að skera forvalinn 485 platna lista niður í 100 plötur með því að velja 50 bestu plöturnar af listanum langa.

Þátttakan fór langt fram úr væntingum og er skemmst frá því að segja að 1.990 einstaklingar sendu inn sín atkvæði en einungis var heimilt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu (IP tölu). Einnig kaus sérvalin 100 manna dómnefnd tónlistarspekúlanta.

Á Tónlist.is er nú að finna 70 plötur sem komnar eru á lokalistann en enn er eftir að raða þeim eftir atkvæðafjölda þó að glöggir menn gætu ábyggilega ráðið í úrslitin. Hins vegar hafa menn komist að því nú, sér til mikillar hrellingar, að eitthvað af þeim plötum sem valist hafa á lokalistann eru ófáanlegar með öllu á Íslandi. Má þar t.d. nefna plötur Todmobile, Quarashi, Jet Black Joe og Spilverksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson