Hæstiréttur ræðir um bert brjóst

Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir klæðnaðarbilunina.
Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir klæðnaðarbilunina. AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur skipað áfrýjunardómstóli, að taka á ný fyrir mál sem reis vegna „klæðnaðarbilunarinnar" hjá söngkonunni Janet Jackson þegar hún skemmti ásamt Justin Timberlake í hléi  í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar árið 2004.

Mikið uppnám varð vegna þess að í miðju lagi greip Timberlake í hlíf, sem var á leðurbúningi Jackson og við blasti bert brjóst söngkonunnar.  Talið er að 90 milljónir manna hafi fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu CBS sjónvarpsstöðvarinnar og 542 þúsund kvartanir bárust til stöðvarinnar í kjölfarið.

Stofnun, sem hefur eftirlit með bandarískum sjónvarpsstöðvum, tók málið fyrir og ákvað að sekta CBS um 550 þúsund dali. Sjónvarpsstöðin vísaði málinu til áfrýjunardómstóls í Pennsylvaníu sem ógilti ákvörðun stofnunarinnar á þeirri forsendu, að hún hefði verið gerræðisleg. Brjóstaberunin hefði aðeins sést í 9/16 úr sekúndu og geti því varla talist stórvægilegt brot.

Nú hefur hæstiréttur gert áfrýjunardómstólnum að fjalla á ný um málið.  Þessi niðurstaða kemur í kjölfar nýlegs dóms hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu, að réttmætt væri að sekta sjónvarpsstöðvar ef viðmælendur þeirra blótuðu eða notuðu önnur ljót orð í beinum útsendingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson