Ungfrú Kalifornía í vandræðum

Carrie Prejean.
Carrie Prejean. AP

Ungfrú Kalifornía, Carrie Prejean, er aftur komin í vandræði. Núna vegna nektarmynda sem gætu kostað hana titilinn. Skipuleggjendur keppninar saka hana um samningsbrot með því að hafa ekki sagt þeim frá myndunum.

Það vakti talsverða athygli í apríl þegar Prejean greindi frá því að andstaða hennar við hjónaband samkynhneigðra hefði kostað hana titilinn í keppninni Ungfrú Bandaríkin. Þar varð hún í öðru sæti.

Nú segir hún að myndirnar hafi verið dregnar fram í dagsljósið í þeim tilgangi að þagga niður í henni vegna þess að hún varði gildi hefðbundinna hjónabanda á milli karla og kvenna. Einnig sé verið að hæðast að því að hún trúi á Guð og Jesú Krist.

Prejean segist hafa setið fyrir á myndunum þegar hún var 17 ára. Þá hafi hún vonast til þess að ná langt sem nærfatafyrirsæta. Myndirnar sýna hana berbrjósta, en hún hylur þau hins vegar að mestu.

Talsmaður keppninnar Ungfrú Kalifornía segir að verið sé að skoða hvort það eigi að láta vísa henni úr keppninni. Þar með myndi hún missa titilinn.

Skipuleggjendurnir eru einnig ónægðir með að Prejean hafi birst í auglýsingum í leyfisleysi. Þetta auk myndanna sé samningsbrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir